Íslenska Avril Lavigne síðan

Home

Viðtöl
Bókamerki
Hringitónar
Textar
Fréttir
Myndbönd
Um Avril
Hljómsveitin hennar Avril
Myndir
Gestabók
Listaverk
"Ævisaga" Avril Lavigne

5.jpg

Allt nema venjuleg. Þannig er hægt að lýsa Avril Lavgine. Hjólabretta pönkari, sterkur andi, sannur viltur krakki. Ein af þessum sjaldgjæfu manneskjum sem byrjaði að gera mikla lukku með rödd sinni og persónuleika aðeins tveggja ára gömul. Smábæjarstelpa sem gat ekki setið kyrr í skólanum en hafði nógu mikið sjálfstraust til að fara, næstum því alein, og láta reyna á hæfileika sína til að semja lög í borgunum New Yourk og Los Angeles. 17 ára stelpa með allt sem þarf til að verða stór stjarna algjörlega samkvæmt hennar eigin reglum. "Ég er bara að byrja og ég ætla algjörlega að vera ég, skrifa um það sem ég finn og aldrei að hafa áhyggjur af því sem öðrum finnst" segir Avril "Ég ætla að klæða mig það sem er ég, ég ætla að haga mér eins og ég ætla að syngja það sem er ég"

 

Avril gerir einmitt það á fyrsta disknum hennar , Let Go, lætur mikið á bera frábærri rödd með alvöru textum. "Anything But Ordinary" er  rokkað lag um einstaklingseðli, á meðan fyrsta smáskífan "Complicated" er einfalt lag sem sparkar í rassin á feik fólki. "I'm With You" sýnir rólegri hlið á Avril en lög eins og "Losing Grip" og "Unwanted" sýna hvernig mannni líður þegar það er búið að svíkja mann og særa með miklilli innlifun. Svo er það "My World" og "Mobile" sem lýsa upplifunum Avril. "Ég hef þetta fullkomna tækifæri til að uppfylla drauminn minn. Ég er út um allt, ég flýg hingað og þangað, og geri nýja hluti á hverjum degi." Segir hún. "Þetta er minn lífstíll, en ég myndi ekki vilja venjulegt líf því að þá yrði ég bara leið á því."

 

Avril var greinilega fædd fyrir svona brjálæði. Hún er miðju systkinið sem vildi alltaf vera miðpunktur athyglinnar, henni var ætlað að komast í burtu frá Napanee, Ontario þar sem 5000 manns búa. "Ég vissi alltaf að þetta var það sem ég vildi gera" segir hún. "Ég man þegar ég var mjög ung, stóð ég uppí rúminu mínu og ímindaði mér að það væri svið og söng eins hátt og ég gat og sá fyrir mér að það væru þúsundir af fólki fyrir framan mig" Hún byrjaði að syngja gospel lög í kirkju og svo á allskonar hátíðum og í keppnum þangað til að hún var uppgvötuð af Arista Records.

 

Þegar hún fór til NYC til að semja náði hún athygli Antonio "LA" Reid sem gaf henni plötusamning hjá Arista. Þegar hún var 16 ára flutti hún til Manhattan og byrjaði að vinna við fyrsta diskinn sinn. "Ég elska að semja" útskýrir hún "Þegar ég kemst í uppnám og þarf virkilegar að koma því útúr még þá sæki ég gítarinn minn. Stundum finnst mér eins og gítarinn sé sálfræðingurinn minn."

 

Þó að Avril bjó nánast í upptökuverinu á meðan hún var í New York gekk það ekki nógu vel í byrjun. "Ég byrjaði að vinna með mjög hæfileikaríku fólki en ég var bara ekki að fíla það. Það var ekki nógu mikið af mér í lögunum" viðurkennir hún "Svo byrjuðu þeir að tala um að láta folk skrifa lög fyrir mig, en ég vildi skrifa þau sjálf. Ég vildi gera mina eigin tónlist. Það var mjög erfiður tími en mér datt aldrei í hug að gefast upp." Í staðinn skipti hún um umhverfi. Los Angels gaf Avril nýju byrjunina sem hún þurfti.

 

Það var þar sem hún hitti framleiðandann og lagahöfundinn Clif Magness og "Ég hugsaði bara Jibbí. Ég hef fundið rétta maninn. Við áttum mjög vel saman, hann leifði mér að ráða ferðinni, hann skildi mig og leyfði mér að gera mina hluti" Lögin fyrir Let Go byrjuðu að verða til einnig með hjálp the Matrix. Rétt eftir það byrjuðu Nettwerk Management að sjá um frama Avril. Þeir hafa einnig unnið með Sarah McLachlan, Dido, Coldplay, Barenaked Ladies og Sum 41.

Avril gat ekki verið ánægðari með plötuna "Á seinasta ári hef ég þroskast mikið sem lagahöfundur. Complicated var ekki skrifað um neinn sérstakan. Það er bara um lífið. Þegar fólk þykist vera einhver annar en það er"  Þegar hún er spurð hvaða lag er uppáhaldið hennar þá segir hún Losong Grip "Það er um einn af fyrrverandi kærustunum mínum, hann veitti mér ekki það sem ég þurfti tilfinningalega" segir hún og hlær "Það skiptir ekki máli núna en ég fékk gott lag útúr því"

Núna þegar platan er tilbúin getur Avril ekki beðið eftir því að fara að spila live. Hún bendir á það í djóki að ferðast með hennar eigin sk8er hljómsveit ,sem samanstendur af 4 rokk strákum, verði ekki ólíkt æsku hennar. "Ég var alltaf svolítil stráka-stelpa og ætli ég sé það ekki ennþáð. Ég spilaði hokkí á veturnar og hafnarbolta á sumrin. Ég elskaði að spila með strákunum."
 
En tónlistin hennar getur náð til stelpna og stráka, og einnig fullorðnra og hún getur ekki beðið eftir að sýna þeim hvað í sér býr. "Ég get ekki beðið eftir að koma út. Ég vil rokka um allan heim! Ég vil að folk viti að tónlistin mín er raunveruleg og hreinskilin, hún koma frá mínu hjarta. Ég vildi bara vera ég sjálf"

 

Avril er sko aldeilis ekta. Og venjuleg? Allt nema.


Frá heimasíðu Avril, www.avrillavigne.com


avril26.jpg

Nokkrar staðreindir um Avril Lavigne:

Grunnstaðreyndir:
Nafn: Avril (Ramona) Lavigne
Afmælisdagur: September 27, 1984
Aldur: 18
Stjörnumerki: Vog
Heimabær: Napanee, Ontario (Kanada)
Skó stærð: 7/39,5
Hæð: 160 cm
Hárlitur: ljós brúnn
Augnlitur: Blá-grænn

Fjölskylda:
Foreldrar: Judy and John
Systkini: Matt (19), Michelle (14)
Gæludýr: Miniature schnauzer (tegundin á hundinum) sem heitir Sam

Uppáhalds:      
Litur: Svartur og rauður 
Pizza álegg: Ólívur
Föt: Bolir, Osiris (skór)

Hljómsveitir: Goo Goo Dolls, System of a Down, Matchbox 20, Green Day, Sum 41, Blink 182

Lag á plötuni hennar: Losing Grip

Staður: Nýja Sjáland, Sardinía og Amsterdam.

Stafir: A og S                                                                                        

Tónlistamyndbönd: Sk8er Boi, Complicated og Rock Show og All the Small things með Blink 182                 

Bíómyndir: Miss Congeniality og 8 Mile

Aðrar upplýsingar:
Hljóðfæri: Hún kenndi sér sjálfri að spila á gítar
Göt: Nafli, 2 göt í öðru eyra og eitt í hinu
Sérstakir hæfileikar: Getur bitið og sleikt á sér tærnar
Tattoo: Engin og langar ekki í nein. Hún er svo hrædd um að fá leið á þeim.
Ef hún væri ekki söngvari: Væri hún lögga, henni myndi ginnast gaman að fá að ráða.
Fyrsta sóló sýningin: "Near to the Heart of God," á Jólatónleikum.     Áhugamál: Semja lög, leika sér á hjólabrett og syngja

Vissir þú að...?

Avril kemst ofaní töskuna sem hún tekur með sér á ferðalögum.

Eina af fyrrverandi barnapíum Avril frá Napanee hringdi í útvarpsstöð og bað um Coplicated Hún sagði að jafnvel þegar Avril var barn var eitthvað sérstakt við hana.                           

Mamma Avril, Judy, sagði að uppáhaldslögin hennar á Let go eru "I'm With You", "Mobile", and "Complicated". Og uppáhalds lag pabba hennar er Tomorrow

Avril var nefnd ein af "20 Coolest Girls in America" í nóvemberblaðinu af YM.

Avril spilaði einu sinn hokkí. Hún var í hægri kanti og stundum í miðjuni. Hún lamdi einu sinni markmann.

Avril má ekki borða mjólkur vörur lengur því að þær eru vondar fyrir röddina hennar og hálsinn.

Avril söng Complicated apeins þrisvar sinnum í stúdíóinu (stundum tekur það söngvara yfir 50 upptökur)

Avril er með astma.

Michelle Lavigne (Systir Avril) er í "Sk8er Boi" myndbandinu.

Avril fékk fría Osiris skóþegar hún tók upp Coplicated myndbandið.

Hún var þrisvar rekin úr skóla fyrir að skrópa og að slást.

Emimen, Justin Timberlake, Pink og Sum 41 eru aðdáendur Avril.

Þegar Avril var 10 ára fór hún stundum með pabba sínum að gefa heimilislausum að borða.

Þegar hún smyr sér samloku setur hún ólívur, salat, tómata, gúrkur, majónes og skinku eða kalkúnakjöt.

Avril finnst myndbandið "Lifestyle of the Rich and the Famous" með Good Charlotte skemmtilegt.

Avril sagði að ætlar kannski að vera í kjól á einhverri verðlaunahátíð.

Á hverjum degi gerir Avril 100 magaæfingar, 50 armbeygjur nema á sunnudögum. Henni finnst einnig gaman í klettaklifri, að hjóla og á hjólabretti.

Avril finnst stjörnur skemmtilegar eins og t.d. í Sk8er Boi myndbandinu.

Avril finnst gaman að opna gjafir.

Í ferðatöskunni sinni geymir Avril 5 pör af buxom, 7 boli, 2 peysur, 1 jakka, nokkur pör af skóma og svart naglalakk.